138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[12:17]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Keilir er einstakt verkefni á Suðurnesjum og viðbrögð við gífurlegu atvinnuleysi, breytingum sem urðu við brotthvarf Bandaríkjahers, stórkostleg hugmynd sem er að fæðast og það er virðingarvert að fjárlaganefnd fylgi þessu eftir, en það þarf að gera betur til að tryggja að þetta sé í höfn og vonandi verður því fylgt eftir með starfi fjárlaganefndar.