138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[12:52]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með síðasta ræðumanni og skora á hæstv. ríkisstjórn að stórbæta samskipti við Samband íslenskra sveitarfélaga. Þessi málaflokkur skiptir gríðarlega miklu máli. Hér erum við að greiða atkvæði um jöfnunarsjóðinn sem skiptir mörg sveitarfélög sem eru illa stödd mjög miklu máli og ég vonast til að þetta mál verði rætt innan fjárlaganefndar. Það er jákvætt að verið sé að hækka þetta að einhverju leyti en samskiptin geta ekki verið með þessu móti og það verður að fara yfir þetta mál í heild sinni.