138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[13:01]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Þetta er gríðarlega stór liður sem er algjörlega óútskýrður og eins og kom fram í máli síðasta ræðumanns vantar þarna inn í vextina af Icesave. Til að setja málið í samhengi ætlar ríkisstjórnin sér að sækja tekjur í vasa skattgreiðenda milli 50 og 60 milljarða. Vaxtagreiðslur af Icesave eru um 45 milljarðar á ári þannig að búast má við því að stór hluti skattgreiðenda muni greiða skattana sína beint í vexti af Icesave-samningnum. (Gripið fram í: Segðu nú satt.)