140. löggjafarþing — 44. fundur,  18. jan. 2012.

staðgöngumæðrun.

4. mál
[15:41]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ekki nógu vönduð vinna, þykir mér. Því er lögð til breytingartillaga við tillöguna vegna þess að margt er órætt í þessum efnum og margt sem ekki hefur verið nægilega kannað eins og ég tel reyndar að komi fram í þingsályktunartillögunni sjálfri. Þess vegna er þessi breytingartillaga flutt. Hún gengur út á það að í stað þess að kveðið sé á um að undirbúið sé frumvarp verði starfshópnum falið að skoða álitamál um staðgöngumæðrun og starfshópurinn muni síðan skila niðurstöðum til velferðarráðherra sem flytji Alþingi skýrslu um málið.

Ég held að skynsamlegt sé að stíga lítil skref í einu í svo viðkvæmu máli og geri það því að tillögu minni að breytingartillagan verði samþykkt.