148. löggjafarþing — 44. fundur,  23. mars 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[16:38]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég get tekið undir þetta allt saman hjá hv. þingmanni. Ég hef sjálfur sagt áður í umræðunni að ég sé nú mjög veikur fyrir því að efla ábyrgð ungmenna og auka traust til þeirra. Ég held þau séu að mörgu leyti miklu betur sett en þegar ég og hv. þingmaður vorum á þessum aldri. Ég hefði gaman af að sjá ungmenni taka þátt í pólitík sem ég held að þau geri það miklu minna núna en áður þó að þau séu jafnvel betur til þess fallin núna, en það hefur einhvern veginn þróast þannig að mér sýnist.

Telur þingmaðurinn það skipta einhverju máli að það sé svolítil samkvæmni í þessu, þ.e. hvort það sé þá ekki sjálfgefið að ef einhver hefur kosningarrétt að hann geti þá (Forseti hringir.) boðið sig fram líka?