150. löggjafarþing — 44. fundur,  12. des. 2019.

fjáraukalög 2019.

364. mál
[17:15]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni svörin. Já, kirkjan er, eins og komið hefur fram og kom vissulega fram í ábendingum Ríkisendurskoðunar, mjög sérstakt mál. Við þekkjum það af umræðu í þinginu síðasta sólarhringinn. Það er býsna önugt, segjum bara eins og er, að samningar hafi verið opnir og því býsna önugt, eins og ég orða það, að setja fjárheimild inn á næsta ár þegar ekki er búið að semja. Vonandi förum við og sjá til enda í því máli. Ég held að það sé meiri samhljómur og ég get tekið undir þetta með lögin. Staðreyndin er hins vegar sú, þó að við getum enn bætt verklagið — og það er komið inn á það í nefndarálitum bæði meiri hluta og minni hluta — að (Forseti hringir.) umfang fjáraukalaga hefur aldrei verið minna.