150. löggjafarþing — 44. fundur,  12. des. 2019.

fjáraukalög 2019.

364. mál
[17:46]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Þorsteini Víglundssyni spurninguna. Já, það komu óvænt inn tekjur, það er alveg hárrétt. Það gerðist. Hv. þingmaður þekkir það jafn vel og ég að tekjur verða ekki nýttar nema útgjaldaheimild fylgi. Þannig er það. Við erum að bregðast við því og þær tekjur komu inn á þessu ári, nú í haust. Tekin var sú ákvörðun um að þær tekjur færu inn á þennan lið til að lögreglan nyti góðs af þeim vegna þess að þar erum við að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi og þurfum að uppfæra tækjabúnað. Sú ákvörðun var tekin að nýta þessar óvæntu tekjur til þess. Það láðist hins vegar að láta í bókhaldi útgjaldaheimild fylgja og við erum að bregðast við því hér. Þannig er það. Svo einfalt.