150. löggjafarþing — 44. fundur,  12. des. 2019.

fjáraukalög 2019.

364. mál
[17:47]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég er ekkert sérstaklega að reyna að klekkja á hv. formanni fjárlaganefndar. Ég velti þessu bara fyrir mér út frá almennum viðmiðum. Í þessu tilviki renna t.d. sektir í ríkissjóð, ekki til ráðstöfunar fyrir lögreglu. Svo best ég þekki er ekki um neinar sértekjur lögreglunnar að ræða og því mætti þá kannski frekar velta fyrir sér hvort það væri bara ekki heppilegra að gefin yrði einhver almenn tekjuheimild, tekjur eða hlutdeild í tekjum sem hljótast af t.d. sektum eða upptöku fjár sem þessu. Það renni þá bara með skilgreindum hætti til lögreglunnar og skapi þar af leiðandi afgang eða heimild til fjárheimilda á móti. Þetta eru fyrst og fremst vangaveltur af því að í forminu sé ég ekki að þetta passi sérstaklega vel við þau (Forseti hringir.) grundvallarviðmið sem lögð eru til í lögum um opinber fjármál.