151. löggjafarþing — 44. fundur,  18. jan. 2021.

sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[21:24]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég get ekki neitað því að mér finnst örla á svolitlum popúlískum fnyk af þessari tillögu hv. þingkonu. Ég velti fyrir mér hver sé munurinn á því að almenningur eigi áfram hlut sinn í bankanum, eins og nú er, að hann fái í arðgreiðslur á hverju ári — sem hafa numið 70 milljörðum kr. á síðustu fimm árum og hafa runnið inn í kerfin okkar allra; menntakerfið, velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið o.s.frv. — hver er munurinn á því að almenningur eigi áfram þennan hlut og hann fari í kerfi okkar allra og því, eins og tillaga hv. þingkonu kvað á um, að almenningur skipi sér síðan stjórn yfir þeim hlut sem eigi að möndla með hann á einhvern hátt sem ég er ekki alveg viss um hvernig gerist? Hver er nákvæmlega munurinn á þessu tvennu?