135. löggjafarþing — 44. fundur,  13. des. 2007.

þingsköp Alþingis.

293. mál
[20:44]
Hlusta

Frsm. minni hluta allshn. (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég lýsti í nokkurri gamansemi hæstv. ráðherra kenndan við málgleði en ég tek fram að hæstv. ráðherra hefur sýnt að hann er áhugamaður um lýðræði. Ég vona að það létti af þeim áhyggjum sem vöknuðu í kjölfar orðanna sem ég notaði en það var í gamansömum tón þó og að gefnu tilefni vegna frammíkalls, ef ég man rétt.

Já, er í lagi, hv. þingmaður, að stór meiri hluti kúgi níu manna minni hluta? Er það lýðræði? Er það réttlætanlegt þegar við höfum með málefnalegum hætti bent á atriði sem farið geta mun betur í þingstarfinu og hv. þm. Helgi Hjörvar tók undir?