136. löggjafarþing — 44. fundur,  5. des. 2008.

samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu.

177. mál
[18:27]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ef málið er svona vaxið eins og hv. þingmaður segir ætti hann að fagna þeim aukavopnum sem íslensk stjórnvöld fengju upp í hendurnar ef varatillaga Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs yrði samþykkt hér vegna þess að þá geta íslensk stjórnvöld mætt til leiks gagnvart Bretum og sagt: Ja, þetta verður að vera hluti af lausninni sem við ætlum að finna. Þetta verður að vera hluti af lausninni, þ.e. að hryðjuverkalögunum verði aflétt og þá getum við klárað samningana um það sem íslensk stjórnvöld telja að þau verði að standa undir af þeim skuldbindingum sem hér er um að ræða. (Gripið fram í.)