137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[20:44]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson hefur flutt ágæta ræðu og hann spurði einmitt: Hvað ætlar Samfylkingin að gera eftir ESB, hver verður hennar pólitík? Ég hef líka verið að velta fyrir mér, hver hefur verið hennar pólitík? Ég hef líka verið að velta fyrir mér, hver hefur verið pólitík Sjálfstæðisflokksins eftir einkavæðingu? Mér hefur ekki sýnst hún vera mikil nema kannski Guð blessi Ísland, hún hafi falist í þeim orðum. Guð blessi Ísland. Það sé pólitík Sjálfstæðisflokksins eftir einkavæðinguna.

Hann segir hér að við í Samfylkingunni höfum ekki þjóðarhag í húfi þegar við erum að tala um Evrópusambandið. Vissulega. Við lítum svo á að hugsanlegir samningar við Evrópusambandið séu ein af þeim leiðum til að reisa Ísland upp úr þeirri öskustó sem sumir flokkar bjuggu til.