138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[12:54]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Í þessari tillögu meiri hluta fjárlaganefndar er lagt til að sú hækkun á raforkuskatti sem á að taka gildi á næsta ári nái ekki til íbúa á köldum svæðum. Í fjárlagafrumvarpinu eru niðurgreiðslur á húshitun lækkaðar um 130 millj. kr. þrátt fyrir 20% hækkun á rafmagni á þessu ári og því er orðið 336% dýrara fyrir íbúa í dreifbýli að kynda hús sín en íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Virðulegi forseti. Sá hv. þingmaður sem mest hefur talað um þennan mismun á síðustu árum er nú orðinn hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og stendur að þeirri tillögu sem eykur þennan mismun til mikilla muna. (Gripið fram í: Ljótt er það.)