138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[13:09]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða galopna heimild til þess að kaupa og selja hluti í innlendum sparisjóðum í tengslum við endurskipulagningu sparisjóðakerfisins. Eins og hv. þm. Ólöf Nordal kom inn á áðan var málið keyrt áfram á síðasta þingi og búin til pressa sem reyndist óþörf. Ég vænti þess að þessi liður verði nýttur á jákvæðan hátt við það að endurskipuleggja sparisjóðakerfið, kerfi sem er afar mikilvægt að sé lifandi og gangi vel, en mér ber einnig að gagnrýna að þetta skuli ekki vera útskýrt í fjárlaganefnd og að nefndin hafi ekki fengið neinar upplýsingar um á hvaða hátt eigi að nýta þessa galopnu heimild. Við framsóknarmenn munum því sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.