139. löggjafarþing — 44. fundur,  8. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[22:57]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú er það svo að fjárlagafrumvarpið hefur þá sérstöðu að það er eitt frumvarpa sem ekki er borið fram fyrir þingflokka. Öll önnur frumvörp eru lögð inn til þingflokka til synjunar eða samþykkis en svo hefur ekki verið um fjárlagafrumvarpið. Þegar ég var blaðamaður hringdi þingmaður í mig til þess að athuga hvað væri í fjárlagafrumvarpi Friðriks Sophussonar, þess ágæta manns. En það er rétt sem ágætur félagi minn, hv. þm. Björgvin G. Sigurðsson, sagði fyrr í dag að það var ekki borið undir þingflokk Samfylkingarinnar að skera niður með þeim gróflega hætti á heilbrigðisstofnunum úti á landi eins og kom fram í fjárlagafrumvarpinu og var blessunarlega hrundið. Við gáfum leyfi, ef svo má segja, fyrir 5% almennum niðurskurði í þessum málaflokki, en aldrei neitt umfram það. (Forseti hringir.)