140. löggjafarþing — 44. fundur,  18. jan. 2012.

staðgöngumæðrun.

4. mál
[15:45]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við fjöllum og greiðum atkvæði um þingsályktunartillögu sem lýsir því hvernig við viljum hafa lagafrumvarp um staðgöngumæðrun og lagaumgjörð um það mál í framtíðinni, að við ætlum að leyfa staðgöngumæðrun. Það er bannað í dag.

Við höfum þegar tekið fyrstu skref í að undirbúa framtíðarsýn hvað þetta varðar, sem við þurfum auðvitað að gera, fylgjast með og fylgja þróun í samfélaginu, tækninni og vilja þjóðarinnar í þessum málum. Lögð hefur verið fram áfangaskýrsla um málið þar sem því var hafnað að farið yrði í frumvarpsgjörð á þessum tímapunkti, það þurfi að skoða svo margt áður. Ég legg til að þeirri áfangaskýrslu verði fylgt eftir eins og breytingartillagan segir til um (Forseti hringir.) og þegar hún liggur fyrir tökum við ákvörðun um það hvernig við viljum hafa umgjörðina.