150. löggjafarþing — 44. fundur,  12. des. 2019.

fjáraukalög 2019.

364. mál
[17:39]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ég hef svo sem ekki miklu við þetta að bæta. Hann dregur ágætlega fram hvaða leið var fær. Við í fjárlaganefnd sátum yfir þessu og veltum fyrir okkur hvernig við gætum náð þessum 10.000 kr., sem er vissulega ekki há fjárhæð en var mikilvægt að skilaði sér að öllu leyti. Í fjárlagavinnunni áttum við gott samtal við fulltrúa Öryrkjabandalagsins og veltum góðri umsögn þeirra fyrir okkur og fórum yfir fjölmarga þætti sem þeir bentu á í sinni umsögn, hvar við gætum brugðist við sem nefnd. Ég held að það hafi skilað sér ágætlega, alla vega í þessari lausn.