152. löggjafarþing — 44. fundur,  1. mars 2022.

um fundarstjórn.

[13:41]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Forseti. Ég trúi því ekki að hinir 62 aðilarnir hér á þingi, aðrir en hæstv. dómsmálaráðherra, séu ekki með mannúð í hjarta sér, að þið sem hér sitjið ætlið að leyfa kynþáttahatursfrumvarpi að fara í gegn, því að það er það sem það er. Það á að útiloka fólk vegna þess hvaðan það kemur á meðan það er hægt að taka vel á móti öðrum. Ég trúi því ekki upp á ykkur, hv. þingmenn, og ég vona að þið standið með okkur í að stoppa þetta frumvarp.

(Forseti (BÁ): Forseti minnir á að þingmönnum ber úr ræðustól að ávarpa forseta en ekki aðra þingmenn.)