137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[12:13]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér er til afgreiðslu breytingartillaga um að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið og þau skilyrði sem Íslendingar mega aldrei gefa eftir í samningaviðræðum. Ber þar hæst fullveldi þjóðarinnar og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum sínum. Það ákvæði er ekki varið í þeirri þingsályktunartillögu sem er hér til afgreiðslu. Byggist þessi tillaga á flokksþingssamþykkt Framsóknarflokksins. Ég segi já.