144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[19:15]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S):

Virðulegur forseti. Ég fagna einnig því skrefi sem stigið er hér. Hafnarframkvæmdir eru innviðauppbygging sem fer sjaldnast hátt í umræðunni. Vegakerfið fær oftast mestu umræðuna þar en hafnarframkvæmdir eru ekki síður mikilvægar (Gripið fram í.) og sú hafnarframkvæmd sem við förum af stað með hér mun hafa mjög fjölbreytt og góð áhrif fyrir allt Suðurland og jafnvel líka, eins og kallað fram í, Suðurstrandarvegurinn. Hann mun gagnast þarna og tilkoma hans eykur möguleika þessarar hafnar þannig að ég fagna þessu máli og hvet okkur til að auka umræðuna um mikilvægi hafnarframkvæmda.