144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[21:05]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F):

Virðulegur forseti. Hér er um að ræða auknar bætur til barnafjölskyldna sem öllu jafna hafa þyngri matarreikning og því er hér um mikilvæga mótvægisaðgerð að ræða en jafnframt jákvætt samspil við tekjuhlið fjárlaganna þar sem tekjuskerðingarhlutföllum er breytt á þann veg að bæturnar fara sannarlega til þeirra sem lægri hafa tekjurnar og þurfa mest á þeim að halda.