144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[21:32]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Með þeim breytingum sem hér hafa verið samþykktar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna hefur málið enn tekið framförum og við nýtum svigrúmið sem skapast vegna sterkari tekjustofna ríkisins til að gera betur á mikilvægum sviðum. Það er mikilvægt að halda því vel á lofti að það er bjart fram undan, tekjustofnarnir eru að taka við sér. Við höfum lokað fjárlagagatinu, skuldahlutföllin eru á réttri leið, vextir Seðlabankans lækkuðu síðast í dag um hálft prósentustig og verðbólgan er lág, kaupmáttur allra er að vaxa.

Við erum samhliða þessu frumvarpi með ráðstafanir til að fella niður vörugjöld og gera aðrar mikilvægar breytingar sem munu styðja fjölskyldurnar í landinu í því að ná endum saman og svo koma skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar til framkvæmda á næsta ári. Allt er þetta til að byggja undir betri hag íslenskra heimila og fyrirtækja og þess vegna skulum við Íslendingar gleðjast yfir því að vera í þessari (Forseti hringir.) öfundsverðu stöðu, að mörgu leyti, í samanburði við aðrar þjóðir.