138. löggjafarþing — 45. fundur,  15. des. 2009.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[21:13]
Horfa

iðnaðarráðherra (Katrín Júlíusdóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég get svarað hv. þingmanni þessu. Gert er ráð fyrir því, eins og segir á síðu 9 í greinargerð með frumvarpinu, að beinar skatttekjur af þessu, fyrir ríki og sveitarfélög á svæðinu, geti orðið samtals 14 milljarðar ísl. kr. eða 108 milljónir bandaríkjadala á tímabilinu 2010–2019. Þar er þá verið að tala um tekjuskatt frá félaginu, tekjuskatt starfsfólks, fasteignagjöld og önnur gjöld.