144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[16:40]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég greiði þessari tillögu ekki atkvæði með glöðu geði því að Háskólinn á Akureyri skiptir gríðarlega miklu máli fyrir allt landið, þó að hann skipti auðvitað atvinnulega séð langmestu máli fyrir Norðurland og Norðausturland. Sú skipting sem átti sér stað á þessum fjármunum, tæpum 618 milljónum, er ekki til þess fallin að sátt geti ríkt um hana meðal landsbyggðarþingmanna.