144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[19:18]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S):

Herra forseti. Við í fjárlaganefnd tókum á móti fjölmörgum sveitarfélögum við undirbúning að breytingum á fjárlagafrumvarpinu. Eitt af því sem þar var ofarlega raðað á listann var innviðir eins og flugvellir. Við gerum með þessari tillögu algjörlega breytingu og brjótumst út úr því kyrrstöðuástandi sem hefur verið í viðhaldi á innanlandsflugvöllum og munum þar af leiðandi sjá heilmiklar úrbætur í þeim efnum. Ég vona að það sé einungis fyrsta skref okkar í því að efla og bæta á ný innanlandsflugið. Þetta eru mjög þýðingarmiklar framkvæmdir sem við erum að fara í, meðal annars framkvæmdir til að rjúfa algjöra einangrun ákveðinna byggða. Ég nefni sérstaklega Gjögurflugvöll í því sambandi.