144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

almannavarnir o.fl.

412. mál
[23:19]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin. Mig langar að spyrja í fyrsta lagi bara alveg konkret. Við erum í fyrsta lagi að tala um að almannavarnastigin eru þrjú, þ.e. óvissustig, hættustig og neyðarstig, og hér er verið að tala um neyðarstigið. Hversu skýrt er kveðið á um mörk þessara stiga? Hversu skýrar eru þær skilgreiningar? Það skiptir auðvitað afar miklu máli vegna þess að það er forsenda fyrir því að réttlætanlegt sé að fara inn með svo miklar valdheimildir. Svo langar mig að biðja hæstv. ráðherra að reyna að svara því eins skýrt og hægt er á þessu stigi máls, því svo fer málið væntanlega til þingnefndar til áframhaldandi úrvinnslu: Við hvaða tækifæri, möguleg eða ómöguleg, er mikilvægt að ábyrgð á fyrirmælum sé frekar hjá ráðherra en hjá ríkislögreglustjóra eða með þeim hætti sem nú er í gildandi lögum?