146. löggjafarþing — 46. fundur,  22. mars 2017.

athugasemdir forseta um orðalag þingmanns.

[15:42]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P):

Virðulegi forseti. Ég verð að fá að taka undir með öðrum hv. þingmönnum sem tekið hafa til máls. Hvaða orð voru það nákvæmlega sem fóru fyrir brjóstið á virðulegum forseta og hvernig getum við komið í veg fyrir að þetta endurtaki sig? Það er oft þannig að forseti segir eitthvað í ræðustól en það er aldrei útskýrt nánar hvað það er nákvæmlega. Og til þess að við getum nú tekið upplýsta ákvörðun um áframhald þingsins og hvaða orð við notum væri gott að fá betri greinargerð fyrir því.