150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

319. mál
[19:39]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Ég styð það heils hugar að einfalda kerfið og regluverkið í kringum byggingarframkvæmdir. Það eru mikilvægir þættir. Ég hef hins vegar áhyggjur af því að við þessa sameiningu sé ekki nægilega hugað að faglegum þætti málaflokka sem heyra í dag undir Mannvirkjastofnun, eins og öryggisþátta, og vísa þá til umsagnar Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Auk þess set ég spurningarmerki við að málaflokkurinn verði fluttur undir félags- og barnamálaráðherra.

Ég greiði ekki atkvæði.