Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 46. fundur,  10. des. 2022.

almannatryggingar.

568. mál
[10:40]
Horfa

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Jóhanni Páli Jóhannssyni fyrir andsvarið. Það er auðvitað mikilvægt að við reynum að grípa sem flesta hópa en ég vil minna á að fyrir velferðarnefnd og inni í félags- og vinnumarkaðsráðuneyti liggur ákveðin endurskoðun, heildarendurskoðun á almannatryggingakerfinu og hefur nefndin fengið kynningu á því. Það er enn í vinnslu en það er von á þeirri endurskoðun strax eftir áramót þannig að ég vonast til þess að við getum stigið fastar til jarðar fyrir þennan hóp því að við þurfum að grípa hann líka. Eins og ég segi, þetta var rætt og þetta var niðurstaðan hjá nefndinni að þessu sinni.