154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[15:56]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P):

Virðulegi forseti. Ég tek heils hugar undir þessa breytingartillögu frá hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni. Ég hefði viljað sjá hv. fjárlaganefnd ganga lengra í breytingartillögum sínum hvað varðar kolefnisgjaldið. Svo vona ég líka að við sjáum í framtíðinni, vonandi á næsta ári, að við víkkum út gildissvið kolefnisgjalds þannig að það nái utan um alla losun sem fellur ekki þegar undir ETS-kerfið, enda erum við að standa okkur frekar illa í því að standast alþjóðlegar skuldbindingar okkar á sviði umhverfis- og loftslagsmála.