154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[15:57]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf):

Herra forseti. Í skýrslu sérfræðingahóps um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfa frá 2019 kemur fram að sterkar vísbendingar séu um að launatekjur séu ranglega taldar fram sem fjármagnstekjur í stórum stíl á Íslandi. Það er langt síðan hæstv. ríkisstjórn boðaði að brugðist yrði við þessu en það bólar ekkert á aðgerðum. Hagdeild Alþýðusambands Íslands hefur áætlað að það geti skilað 8 milljörðum að girða fyrir þennan tekjutilflutning ef beitt yrði sams konar aðferðafræði og á hinum Norðurlöndunum. Við leggjum til að fjárheimildir næsta árs endurspegli þetta og köllum eftir því að þessi vinna verði kláruð sem allra fyrst.