154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[16:52]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V):

Forseti. Stjórnvöld, m.a. á Norðurlöndum, ríkisstjórnir á Norðurlöndum hafa á verðbólgutímum aukið framlög til Samkeppniseftirlitsins og hafa litið þannig á að með því séu þau að raungera baráttuna gegn verðbólgu. Samkeppniseftirlitið er okkar stofnun til þess að berjast gegn fákeppni og stuðla að neytendavernd. Það er sérstakt og segir kannski allt sem segja þarf um hversu raunveruleg baráttan gegn verðbólgunni er, hvernig meðferðin er á Samkeppniseftirlitinu í þessum fjárlögum.