154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[17:04]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Við erum með tvær breytingartillögur hérna sem varða íslenskukennslu fyrir útlendinga, eina frá 1. umræðu þegar staðan var sú að 115 millj. kr. framlag til íslenskukennslu hafði fallið niður í fjárlagafrumvarpinu. Þá lögðum við til 230 millj. kr. hækkun, sem sagt að tvöfalda það framlag sem hafði verið á þessu ári. Breytingartillagan núna er einmitt til að bæta því við en við höldum hinni inni í kjölfar þess sem hefur gerst að undanförnu, það er ekki vanþörf á íslenskukennslu. Þannig að við höfum fyrst tækifæri til að greiða atkvæði um 115 millj. kr. aukningu og síðan um 230 millj. kr. aukningu.