154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[18:05]
Horfa

Stefán Vagn Stefánsson (F):

Virðulegur forseti. Það sem verið er að leggja til hér er 40 millj. kr. framlag í tengslum við stofnun loftslagshamfarasjóðs fyrir tap og tjón af völdum loftslagsbreytinga. Gert er ráð fyrir að stofnframlag Íslands í sjóðinn verði um 80 milljónir og utanríkisráðuneytið leggi til um 40 millj. innan síns ramma. Því til viðbótar verði veittar 40 milljónir í ný framlög og um það snýst þessi breytingartillaga, að bæta við 40 milljónum inn í þetta verkefni. Ástæðan fyrir því þetta kemur svo hér inn er einfaldlega sú að þessi tillaga kom eftir að nefndarálit var í raun og veru komið fram. Málið er mikilvægt og brýnt og því legg ég það til hér nú og að sjálfsögðu styð ég þessa tillögu.