131. löggjafarþing — 46. fundur,  2. des. 2004.

Úrvinnslugjald.

394. mál
[11:23]

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Hvað snertir fyrri spurningu hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar munu þessar breytingar hafa mjög óveruleg áhrif á neysluvísitölu, enda má draga þá ályktun af því að þarna er verið að lækka. Þetta hefur óveruleg áhrif, hvort heldur sem er til lækkunar eða hækkunar.

Hvað varðar hins vegar veiðarfærin byggist þetta fyrst og fremst á upplýsingum frá þeim aðilum sem málið snertir um að undirbúningurinn sé ekki svo langt kominn að unnt sé að gera þetta um áramót. Þess vegna töldum við óraunhæft annað en að koma til móts við þær óskir að fresta þessu fram til 1. september. Þeir sem málið snertir eru að vinna að þessum málum.