136. löggjafarþing — 46. fundur,  9. des. 2008.

ábyrgð á Icesave-reikningum í Bretlandi.

[13:40]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Hæstv. fjármálaráðherra segist ekki skilja hugarheim þeirra sem beita okkur hryðjuverkalögum en ef maður les viðtalið sem hæstv. fjármálaráðherra átti við fjármálaráðherra Breta skilur maður að fjármálaráðherra Breta hafi orðið mjög efins um hvað Íslendingar væru að gera. Þau svör sem hæstv. fjármálaráðherra, Árni M. Mathiesen, gaf voru fyrir neðan allar hellur. Það geta allir séð sem lesa viðtalið.

Það er algerlega ljóst miðað við það sem seðlabankastjóri segir í Morgunblaðinu að hann, Davíð Oddsson, hafði heyrt af því að Landsbankinn væri að reyna að flýta flutningi Icesave. Ef það er rétt að fjármálaráðherra hafi ekki vitað af því sem fjármálaráðherra heldur hér fram spyr ég: Af hverju er ekki rætt saman í stjórnsýslunni? Er það eitt allsherjarklúður að tækifærið var ekki nýtt, ef það gafst, til að flytja reikningana í breska lögsögu? (Forseti hringir.) Af hverju var tækifærið ekki nýtt? (Forseti hringir.) Það hlýtur þá að vera um klúður að ræða í stjórnsýslunni.