150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

breyting á ýmsum lögum á sviði matvæla.

318. mál
[18:38]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er margt áhugavert í þessu frumvarpi, til að mynda einföldun regluverksins, sem er ákveðið fagnaðarefni, góðar reglur og þrýstingur sem kemur m.a. í gegnum EES-reglurnar. Frumvarpið var líka áhugavert eins og það lá fyrir af hálfu ráðherra sem síðan dró í land ásamt meiri hluta nefndarinnar varðandi Matvælasjóð. Ég harma það að það skref hafi ekki verið tekið núna og farið að vinna strax í sameiningu Matvælasjóðs sem að mínu mati felur í sér gríðarlegt tækifæri fyrir íslenskan landbúnað, íslenskar matvælagreinar, sjávarútveginn og landbúnaðinn að fara strax í það verkefni. Það er ekki eins og þetta sé nýtilkomið. Það er búið að vinna að þessu, það er búið að tala við hagsmunaaðila og það var kominn tími til að ákveða þetta og setja það í framkvæmd og þess vegna finnst mér miður að meiri hluti nefndarinnar, ríkisstjórnarflokkarnir, með dyggum stuðningi frá Miðflokknum, vilji fresta þessu máli. Ég harma það en að öðru leyti er hér eitt og annað ágætt.