150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

búvörulög og tollalög.

382. mál
[18:49]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Í 1. gr. er komið inn nýtt fyrirkomulag varðandi tollkvótana, þ.e. lægsta verð er ákveðið framhaldsverð sem þýðir að það er möguleg lækkun verðs til neytenda nema verslunin sjálf hirði það, a.m.k. framan af eins og oft hefur gerst þegar verið hafa lækkanir á tollum. Það hefur ekki endilega skilað sér út í verðlagið. En það er gott hjá ráðherra að leggja þetta til. Síðan eru ýmsar aðrar breytingar þarna varðandi tímabil o.s.frv. á tollkvótunum en ég legg til að allir sem vilja ekki hækka matarreikninginn hjá heimilum í landinu leggist gegn öllum breytingartillögum nefndarinnar. Allar breytingartillögur nefndarinnar þrengja að tollkvótunum sem þýðir hærra verð til neytenda. Annars vil ég bara segja að meiri hluti atvinnuveganefndar hugsar vel um tímabundna hagsmuni búvöruframleiðslu í landinu en það er ekki gott að hafa þessa tollkvóta. Það á að taka þá og færa þá í beinan stuðning. Þá græða búvöruframleiðendur, bændur, þeir sem sinna þeim iðnaði, þá græða neytendur og þá græðir ríkið.