150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa.

316. mál
[19:13]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum hér atkvæði um frumvarp um hækkun lengdarmarka smáskipa. Til að gæta að hagsmunum faghópa og fyllsta öryggi er lögð áhersla á að breyta kröfum um menntun þeirra sem hafa réttindi á 12 metra skip til að brúa bilið upp að 15 metra skipum. Þetta er gert með endurskoðun á þar til fallinni reglugerð, sem er nr. 175/2008, í samvinnu við hagaðila og stofnanir. Í nefndaráliti er lögð áhersla á að tryggja þurfi að fjöldi í hverri áhöfn smáskipa samræmist vinnulagi í hverjum róðri og að hvíldartímaákvæði séu virt í hvívetna.

Ég hvet þingheim til að taka undir með hv. umhverfis- og samgöngunefnd og samþykkja frumvarpið einróma.