150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

almennar íbúðir.

320. mál
[19:47]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Þingflokkur Pírata situr hjá í þessari atkvæðagreiðslu. Ástæður þess eru vel raktar í minnihlutaáliti velferðarnefndar en ég bæti við að hérna fer enn eitt risastóra málið í gegnum þingið og nefndina með flýtimeðferð. Það eru margar umsagnir sem við hefðum þurft að taka tillit til og hitta fleiri gesti en ekki gafst tími til þess. Við höfum t.d. áhyggjur af því að þótt hér séu að mörgu leyti mjög góðar breytingar á ferðinni og við erum að koma til móts við hóp sem þarf á þessari aðstoð að halda er útlit fyrir að þetta bitni á öryrkjum, námsmönnum og ellilífeyrisþegum. Það er miður að við höfum ekki haft tíma í nefndinni til að skoða það almennilega og tryggja að svo sé ekki áður en við tökum svona mikilvæga ákvörðun.