150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

almennar íbúðir.

320. mál
[19:59]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég ætla ekki að taka til mín hin ósmekklegu ummæli hæstv. ráðherra. Hann er í þrígang í dag sennilega búinn að setja Íslandsmet í lélegum vinnubrögðum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Það er aum ríkisstjórn sem slær um sig með heitinu lífskjarasamningur þegar hann nær ekki til veikustu hópa samfélagsins. (Gripið fram í: Nákvæmlega.) Það er í góðu lagi og ég get vel unnt Alþýðusambandinu og verkalýðshreyfingunni þess að fá þetta frumvarp samþykkt en það er ömurlegt til þess að vita að fólk ætli að slá sig til riddara og tala um lífskjarasamninga þegar veikustu hóparnir í samfélaginu þurfa sennilega að bíða í tvö til þrjú ár. Þetta er til skammar og mest til skammar fyrir hæstv. ráðherra sem hefur sýnt að hann er ekki starfi sínu vaxinn. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)