154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[15:37]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Verkefni okkar hér er margslungið en eitt það mikilvægasta er að koma ríkissjóði á þann stað að skuldir lækki að nýju og til þess þarf tvennt: bætta afkomu ríkissjóðs og hagkerfi sem vex. Tillögur um auknar millifærslur gera hvorugt. Jákvæð þróun undirliggjandi verðbólgu síðustu mánuði sýnir að við erum á réttri leið og þá er mikilvægt að halda áfram á þeirri leið því það er sannarlega enn langt til lands. Ég vil nota tækifærið og minna okkur á að við fengum hækkun lánshæfismats fyrir stuttu síðan, sem er staðfesting á því að við erum á réttri leið. En þar var líka varað við því að það lækki að nýju ef við höldum ekki áfram á markaðri braut eða ef stór áföll verða. Við annað af þessu ráðum við en ekki hitt og þess vegna er það og verður okkar skylda að sýna ábyrgð í ríkisfjármálum.