154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[16:01]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf):

Herra forseti. Við höldum áfram að ræða ísjakann. Sú mikla lækkun á bankaskatti sem var ráðist í hér í miðjum heimsfaraldri skilaði sér illa til neytenda, skilaði sér ekki í minni vaxtamun eins og boðað hafði verið. Þetta er rakið ágætlega í skýrslu frá sérfræðingahópi menningar- og viðskiptaráðherra um gjaldtöku í bankakerfinu. Það var farið of geyst í þessa lækkun. Full ástæða er til að afturkalla hana, a.m.k. að hluta til. Um það snýst þessi tillaga okkar í Samfylkingunni sem styrkir þá tekjugrunn ríkisins um 5 milljarða og gæti m.a. staðið undir auknum stuðningi við heimili sem eru að kikna undan þungri greiðslubyrði og íþyngjandi húsnæðiskostnaði almennt. — Ég segi já.