154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[16:04]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Við í Viðreisn erum þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn eigi ekki frá einum tíma til annars að vera að vasast í því að ákveða gjald sem stórútgerðin eða aðrir þeir sem nýta sér auðlindir þjóðarinnar eftir atvikum borga fyrir þá nýtingu heldur eigi markaðsverð að koma fyrir. Það er grundvallarafstaða okkar. En það liggur ljóst fyrir að stjórnvöld líta ekki svo á og því er farið út í þessar excel-æfingar. Þar sem það liggur fyrir að það er hægt að gera mun betur í því að láta þjóðina njóta a.m.k. hluta afrakstursins þá styðjum við þessa hækkun en ég vil bara að það liggi alveg klárt fyrir að þetta er ekki sú aðferð sem við teljum að eigi að beita.