154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[17:35]
Horfa

Sigmar Guðmundsson (V):

Frú forseti. Ég styð þessa tillögu og þá með nákvæmlega sömu rökum og ég hélt á lofti í ræðunni hér rétt áðan. Þegar við erum með málaflokk þar sem ríkir neyðarástand, þegar við erum með málaflokk þar sem fólk þarf fárveikt að bíða á biðlistum mánuðum saman, þar sem fólk er að deyja á biðlistum, þá eigum við að grípa inn í, ekki síst þegar við getum gert það með tiltölulega lágum fjárhæðum eins og hér er verið að leggja til svona í heildarsamhenginu séð. — Ég segi mjög eindregið já við þessu.