144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015.

3. mál
[12:58]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það er eðli bandorma að vera flóknir. Það sem ég hef mestar áhyggjur af í þessum bandormi er styttingin á réttinum til atvinnuleysisbóta. Þarna er í raun og veru ekki bara verið að yfirfæra skuldbindingar til sveitarfélaganna heldur er verið að yfirfæra miklar álögur á þá sem hafa verið í þessari erfiðu stöðu út af því að það fylgja ekki sömu réttindi því að þiggja stuðning frá sveitarfélagi. Oft eru möguleikar á að fólk missi hreinlega allan rétt ef það á t.d. húsnæði eða á maka sem telst vera með of há laun sem eru því miður of lág. Þetta gefur ekki góð fyrirheit. Ég tek undir það að sjálfsögðu að lækka ætti þau gjöld sem hafa ekki neitt breyst.

Ég hef áhyggjur af þeirri vegferð sem við erum á. Þetta er örugglega versta ríkisstjórn sögunnar.