148. löggjafarþing — 47. fundur,  11. apr. 2018.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:02]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hefur bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 496, um ferðakostnað og dagpeninga ráðherra og ráðuneytisstjóra, frá Birni Leví Gunnarssyni.

Borist hefur bréf frá ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 500, um ferðakostnað og dagpeninga ráðherra, frá Birni Leví Gunnarssyni.

Þá hafa borist tvö bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 493, um ferðakostnað og dagpeninga ráðherra og ráðuneytisstjóra, frá Birni Leví Gunnarssyni, og á þskj. 483, um störf þingmanna á vegum framkvæmdarvaldsins, frá Birni Leví Gunnarssyni.

Loks hefur borist bréf frá umhverfis- og auðlindaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 488, um störf þingmanna á vegum framkvæmdarvaldsins, frá Birni Leví Gunnarssyni.