150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

þingsköp Alþingis.

202. mál
[14:33]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Þetta er hið besta mál. Þetta er búin að vera löng vegferð, allt frá því að Alþingi samþykkti á sínum tíma þingsályktunartillögu Birgittu Jónsdóttur, IMMI-tillöguna um að Ísland skapaði sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrels. Síðan leið og beið og lítið var gert þangað til hæstv. forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir tók málið upp á sína arma, stofnaði starfshóp og lét gera breytingar á upplýsingalögum til að útvíkka þau þannig að þau næðu yfir Alþingi og stjórnsýslu dómstólanna. Við unnum að því í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í vor og var málið samþykkt á þingi. Nú er verið að samþykkja lög um hvernig þetta skuli útfært varðandi Alþingi.

Þetta er mikið gæfuspor fyrir gagnsæi í landinu og aðhald með því hvernig Alþingi starfar.