150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

almennar íbúðir.

320. mál
[14:45]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Hér kemur hæstv. félagsmálaráðherra aftur upp til að kveikja í salnum í máli sem kom mjög illa undirbúið inn í þingið, mjög illa undirbúið eftir mjög slæleg vinnubrögð hæstv. ráðherra, og það að segja að stjórnarandstaðan neiti að greiða atkvæði með lífskjarasamningnum er argasti útúrsnúningur. Hér gleymir ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks þeim hópi sem höllustum fæti stendur og skilur þann hóp algjörlega eftir þegar kemur að húsnæðisátaki. Það er þetta sem við höfum bent á í öllum þremur umræðunum um þetta mál en því miður gafst okkur ekki tækifæri til að vinna málið með sómasamlegum hætti á þingi vegna þess að málið kom allt of seint frá hæstv. ráðherra.

(Forseti (SJS): Hæstv. forseti minnir á að þessi liður heitir að gera grein fyrir atkvæði sínu. (Gripið fram í: Ráðherrar …) (Gripið fram í: Nákvæmlega.))

(Forseti (SJS): Forseti beindi þeim orðum m.a. þangað og biður hv. þingmenn að halda ró sinni.)