150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

fjáraukalög 2019.

364. mál
[15:06]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Í þessum fjárauka eru 10.000 kr. skatta- og skerðingarlaust til öryrkja. Tölvupóstar hafa dunið á mér. Af hverju fékk ég þetta ekki? spyr fólk. Fæ ég þetta ekki? Hvenær fæ ég þetta? Verður það fyrir jól? Ég vona svo heitt og innilega að þannig verði það. Það sýnir hvað þessi tíuþúsundkall skiptir rosalega miklu fyrir fólk þarna úti.

Þess vegna mun ég segja já við þessu.